Fjöldi heimila enn án rafmagns Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 16:56 Veður hefur verið viðsjárvert á Austfjörðum undanfarið. Vísir/Sigurjón Enn er unnið að bilanaleit og viðgerðum á Austurlandi vegna viðamikils rafmagnsleysis. Rafmagnslausum viðskiptavinum RARIK á Austfjörðum fer fækkandi en þó eru enn 39 heimili án rafmagns. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms. Veður Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms.
Veður Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira