Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 08:00 Brottrekstur Ives Serneels virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við af honum og mun stýra Belgum næstu árin. Samsett/Getty/RBFA Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli. Belgíski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli.
Belgíski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira