Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 12:18 Frá Seyðisfirði í snjóflóðunum árið 2023. Vísir/Sigurjón Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira