Elísabet tekin við Belgum Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 10:24 Elísabet Gunnarsdóttir var lengi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð en er nú tekin við landsliði Belgíu. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“ Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira