Handbolti

Króatísk goð­sögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Sigurðsson er í krefjandi verkefni í Króatíu.
Dagur Sigurðsson er í krefjandi verkefni í Króatíu. vísir/getty

Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi.

Mirza Dzomba var meðal sérfræðinga í króatíska sjónvarpinu fyrir leik Króatíu og Egyptalands í gær og þá greindi hann þjóðinni frá rifrildi milli Dags og Cindric. Ekki er vitað hvað þeir voru að rífast um.

„Svona hegðun gengur ekki upp. Á svona stundum geta menn ekki bara hugsað um sitt eigið egó. Það eru lið sem vinna leiki og mót,“ sagði Dzomba augljóslega ekki sáttur við Cindric.

Króatar töpuðu svo leiknum og fara ekki á því flugi sem til stóð inn í milliriðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×