Handbolti

HM í dag: Yfir­dýnur á leið til strákanna okkar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll standa vaktina í HM í dag sem fyrr.
Henry Birgir og Valur Páll standa vaktina í HM í dag sem fyrr.

Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu.

Svo léleg reyndar að einhverjir hafa fengið í bakið og er verið að redda því með kaupum á yfirdýnum í rúmin. Ekki er öll vitleysan eins.

Annars er loksins að færast líf í tuskurnar á mótinu eftir tvo afar óáhugaverða leiki. Slóvenar bíða í kvöld.

Sérsveitin er líka mætt til þess að keyra upp stemninguna og Íslendingunum mun fjölga hratt í Zagreb næstu daga.

Klippa: HM í dag #5: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×