Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 19:32 Aron þurfti að þola svekkjandi tap í kvöld. Hann segir möguleika Íslands velta mikið á úrslitum gegn Slóveníu. TF-Images/TF-Images via Getty Images „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn