Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2025 21:42 Aron Pálmarsson var frábær þær tæpu sautján mínútur sem hann spilaði gegn Kúbu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. Eins og við mátti búast voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir. Það breytti stöðunni úr 6-5 í 17-5 og Kúba skoraði ekki í tólf mínútur. Aron var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu sautján mínútur leiksins. Hann spilaði stórvel og kom með beinum hætti að sjö mörkum. Munurinn í hálfleik var tólf mörk, 21-9. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sextán marka forskoti, 25-9. Bilið breikkaði sífellt og mestur varð munurinn 23 mörk. Kúba skoraði síðustu tvö mörk leiksins og á endanum munaði því 21 marki á liðunum, 40-19. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og hélt dampi allan tímann. Allir leikmenn liðsins spiluðu slatta og fjórtán komust á blað. Markaskorið dreifðist vel en enginn skoraði meira en fimm mörk. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Kúbu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (8 varin skot - 29:31 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn líkt og gegn Grænhöfðaeyjum. Lék einkar vel og varði átta af þeim sautján skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Viktor hefur byrjað mótið vel sem veit á gott. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Skoraði úr fyrstu tveimur skotunum sínum, klikkaði á næstu tveimur en skoraði úr því fimmta. Ágætis frammistaða hjá Bjarka. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 16:43 mín.) Kom nokkuð óvænt inn í íslenska hópinn og byrjaði inn á. Aron gaf tóninn og var besti maður vallarins meðan hann var inni á vellinum, skoraði þrjú mörk og dældi út stoðsendingum. Lét svo gott heita eftir sautján mínútur enda leikurinn unninn og hann kominn í gang og orðinn heitur fyrir framhaldið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 18:30 mín.) Allt önnur og miklu betri frammistaða en gegn Grænhöfðaeyjum. Íslendingar skoruðu mikið eftir hraðar sóknir en þegar það þurfti að stilla upp hélt Gísli vel utan um hlutina. Tætti vörn Kúbu margoft í sig, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði þrjár brottvísanir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og svitnaði varla. Lét boltann ganga vel, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði svo úr öllum fjórum vítaköstunum sem hann tók. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (3 mörk - 28:45 mín.) Byrjaði inn á og spilaði fyrri hálfleikinn að þessu sinni. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínasta frammistaða hjá Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 28:45 mín.) Virtist staðráðinn í að svara fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik. Var gríðarlega öflugur í vörninni og eldfljótur fram þegar boltinn vannst. Skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Gerði sitt lítið af hverju í vörninni; var með sex löglegar stöðvanir, tvö varin skot, einn stolinn bolta og tók þrjú fráköst. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 29:36 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn. Fór rólega af stað en endaði með sjö varin skot, þar af þrjú í sömu sókninni, og 41 prósent hlutfallsvörslu. Skoraði líka eitt mark. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 19:15 mín.) Fastur fyrir og traustur í vörninni og skilaði tveimur mörkum. Annað þeirra var sérlega glæsilegt. Fékk nauðsynlega hvíld í kvöld. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 23:00 mín.) Rólegur dagur hjá Janusi. Sterkur í vörninni og gaf fimm stoðsendingar en þrír tapaðir boltar voru óþarfi. Skoraði eitt mark með snöggu gólfskoti. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 16:51 mín.) Eftir að hafa spilað mikið gegn Grænhöfðaeyjum fékk Ýmir góða hvíld í kvöld. Ætti að vera ferskur fyrir leikinn gegn Slóveníu. Eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 29:52 mín.) Það er svo gaman að sjá hann negla boltanum í netið! Gerði það fimm sinnum í leiknum og sýndi hversu vel hann getur nýst íslenska liðinu. Líka sterkur í vörninni og var með sjö löglegar stöðvanir. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Spilaði allan seinni hálfleikinn en greip ekki gæsina. Skoraði eitt mark úr fjórum skotum og virðist ekki alveg vera í takti við aðra leikmenn liðsins. Getur miklu betur en hann hefur sýnt til þessa á mótinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Skilaði topp frammistöðu eins og alltaf þegar hann spilar. Skaut framhjá úr vítakasti en skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Elliða og Þorsteini. Gríðarlega snöggur fram. Hreinlega breimar af sjálfstrausti þessa dagana. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn í kvöld og var pottþéttur í færunum sínum. Þrjú mörk og hundrað prósent nýting. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 3 (2 mörk - 20:16 mín.) Flott innkoma hjá Sveini sem var ekki í neinum vandræðum með treyjuna sína í kvöld. Fastur fyrir í vörninni og náði vel saman með Þorsteini í miðju hennar. Skoraði svo tvö mörk og getur verið sáttur með sína frammistöðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Bað um að leikmenn íslenska liðsins yrðu á fullu allan tímann og þeir bænheyrðu hann. Andstæðingurinn var vissulega ekki upp á neina fiska en Íslendingar spiluðu af krafti og einbeitingu og gáfu aldrei neitt eftir. Hraðaupphlaupin og hröðu sóknirnar gengu vel og skiluðu alls sextán mörkum. Snorri dreifði álaginu vel og hlýtur að ganga glaður frá þessum leik. En nú tekur alvaran við og það reynir verulega á íslenska liðið gegn Slóveníu á mánudaginn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Eins og við mátti búast voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir. Það breytti stöðunni úr 6-5 í 17-5 og Kúba skoraði ekki í tólf mínútur. Aron var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu sautján mínútur leiksins. Hann spilaði stórvel og kom með beinum hætti að sjö mörkum. Munurinn í hálfleik var tólf mörk, 21-9. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sextán marka forskoti, 25-9. Bilið breikkaði sífellt og mestur varð munurinn 23 mörk. Kúba skoraði síðustu tvö mörk leiksins og á endanum munaði því 21 marki á liðunum, 40-19. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og hélt dampi allan tímann. Allir leikmenn liðsins spiluðu slatta og fjórtán komust á blað. Markaskorið dreifðist vel en enginn skoraði meira en fimm mörk. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Kúbu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (8 varin skot - 29:31 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn líkt og gegn Grænhöfðaeyjum. Lék einkar vel og varði átta af þeim sautján skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Viktor hefur byrjað mótið vel sem veit á gott. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Skoraði úr fyrstu tveimur skotunum sínum, klikkaði á næstu tveimur en skoraði úr því fimmta. Ágætis frammistaða hjá Bjarka. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 16:43 mín.) Kom nokkuð óvænt inn í íslenska hópinn og byrjaði inn á. Aron gaf tóninn og var besti maður vallarins meðan hann var inni á vellinum, skoraði þrjú mörk og dældi út stoðsendingum. Lét svo gott heita eftir sautján mínútur enda leikurinn unninn og hann kominn í gang og orðinn heitur fyrir framhaldið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 18:30 mín.) Allt önnur og miklu betri frammistaða en gegn Grænhöfðaeyjum. Íslendingar skoruðu mikið eftir hraðar sóknir en þegar það þurfti að stilla upp hélt Gísli vel utan um hlutina. Tætti vörn Kúbu margoft í sig, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði þrjár brottvísanir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4 mörk - 30:00 mín.) Spilaði fyrri hálfleikinn og svitnaði varla. Lét boltann ganga vel, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði svo úr öllum fjórum vítaköstunum sem hann tók. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (3 mörk - 28:45 mín.) Byrjaði inn á og spilaði fyrri hálfleikinn að þessu sinni. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínasta frammistaða hjá Sigvalda. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 28:45 mín.) Virtist staðráðinn í að svara fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik. Var gríðarlega öflugur í vörninni og eldfljótur fram þegar boltinn vannst. Skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Gerði sitt lítið af hverju í vörninni; var með sex löglegar stöðvanir, tvö varin skot, einn stolinn bolta og tók þrjú fráköst. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 29:36 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn. Fór rólega af stað en endaði með sjö varin skot, þar af þrjú í sömu sókninni, og 41 prósent hlutfallsvörslu. Skoraði líka eitt mark. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 19:15 mín.) Fastur fyrir og traustur í vörninni og skilaði tveimur mörkum. Annað þeirra var sérlega glæsilegt. Fékk nauðsynlega hvíld í kvöld. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 23:00 mín.) Rólegur dagur hjá Janusi. Sterkur í vörninni og gaf fimm stoðsendingar en þrír tapaðir boltar voru óþarfi. Skoraði eitt mark með snöggu gólfskoti. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 16:51 mín.) Eftir að hafa spilað mikið gegn Grænhöfðaeyjum fékk Ýmir góða hvíld í kvöld. Ætti að vera ferskur fyrir leikinn gegn Slóveníu. Eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 29:52 mín.) Það er svo gaman að sjá hann negla boltanum í netið! Gerði það fimm sinnum í leiknum og sýndi hversu vel hann getur nýst íslenska liðinu. Líka sterkur í vörninni og var með sjö löglegar stöðvanir. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Spilaði allan seinni hálfleikinn en greip ekki gæsina. Skoraði eitt mark úr fjórum skotum og virðist ekki alveg vera í takti við aðra leikmenn liðsins. Getur miklu betur en hann hefur sýnt til þessa á mótinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Skilaði topp frammistöðu eins og alltaf þegar hann spilar. Skaut framhjá úr vítakasti en skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Elliða og Þorsteini. Gríðarlega snöggur fram. Hreinlega breimar af sjálfstrausti þessa dagana. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn í kvöld og var pottþéttur í færunum sínum. Þrjú mörk og hundrað prósent nýting. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 3 (2 mörk - 20:16 mín.) Flott innkoma hjá Sveini sem var ekki í neinum vandræðum með treyjuna sína í kvöld. Fastur fyrir í vörninni og náði vel saman með Þorsteini í miðju hennar. Skoraði svo tvö mörk og getur verið sáttur með sína frammistöðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Bað um að leikmenn íslenska liðsins yrðu á fullu allan tímann og þeir bænheyrðu hann. Andstæðingurinn var vissulega ekki upp á neina fiska en Íslendingar spiluðu af krafti og einbeitingu og gáfu aldrei neitt eftir. Hraðaupphlaupin og hröðu sóknirnar gengu vel og skiluðu alls sextán mörkum. Snorri dreifði álaginu vel og hlýtur að ganga glaður frá þessum leik. En nú tekur alvaran við og það reynir verulega á íslenska liðið gegn Slóveníu á mánudaginn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira