Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. janúar 2025 12:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. „Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga. Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga.
Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira