Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. janúar 2025 12:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. „Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga. Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga.
Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira