Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 18:39 Þrátt fyrir tvö töp á HM til þessa þá fá Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Getty/Luka Stanzl Egyptaland, Portúgal og Holland fögnuðu sigri í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en Tékkar og Pólverjar gerðu jafntefli í fjórða leiknum sem er lokið í dag. Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira