Handbolti

„Verðum að hlaupa betur til baka“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ýmir Örn nýtur lífsins í Zagreb.
Ýmir Örn nýtur lífsins í Zagreb. vísir/vilhelm

Ýmir Örn Gíslason kveinkaði sér ekki þó svo hann hefði þurft að spila mikið í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.

„Ég er bara fínn. Við erum með gott teymi sem hugsar um okkur,“ sagði Ýmir Örn brattur en hann var eins og flestir ekki fullkomlega ánægður með fyrsta leik strákanna á mótinu.

„Flottur fyrri hálfleikur og aðeins verri í seinni. Líka óþægilegur andstæðingur enda óútreiknanlegri en menn sem maður er vanur að spila við. Ánægður samt með sigur á HM. Við verðum samt að hlaupa betur til baka.“

Klippa: Gaman að vera með strákunum

Liðið varð fyrir áfalli í æfingaleikjunum gegn Svíum er Arnar Freyr Arnarsson meiddist og hann missir af mótinu.

„Það munar mikið um það. Stór og góður leikmaður. Klókur í vörn og gerir sitt vel. Stjórnar líka vel. Við söknum hans en finnum lausnir á því,“ segir Ýmir en honum finnst alltaf gaman að vera á stórmóti með vinum sínum.

„Það er góð stemning og alltaf gaman að vera með strákunum. Stemningin stendur og fellur með genginu. Nú eru menn hressir og þéttir.“

Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×