„Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2025 13:34 Ráðherrar við ríkisráðsfund á Bessastöðum í desember. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart. Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira