Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2025 08:03 Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Stöð 2 „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. Hilmar og félagi hans, Þorsteinn Kr. Ingimarsson matsveinn, héngu utan á slitrum af gúmmíbjörgunarbát og biðu björgunar í sjónum í sjö stiga frosti, í tæpar tvær klukkustundir. Hinir skipverjarnir tveir, þeir Matthías Hannesson stýrimaður og Snorri Norðfjörð Haraldsson skipstjóri létu lífið. Í nýjasta þætti Útkalls ræðir Óttar Sveinsson við Hilmar um þessa ótrúlegu lífsreynslu. Í lok þáttarins verða áhorfendur síðan vitni að endurfundum Hilmars og Einar Valssonar, sigmanns af þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bjargaði lífi Hilmars á sínum tíma. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. Var logandi hræddur Eldsnemma að morgni laugardags lagði Bjarmi VE 66 úr höfn í Vestmannaeyjum og var á leið til Sandgerðis. „Það var bara allt svona með kyrrum kjörum og allt í lagi. Það var vísu svona óþægilegur hliðarveltingur þegar við vorum komnir út fyrir Vestmannaeyjar en það var ekkert sem ég hafði ekki upplifað áður,“ rifjar Hilmar upp í þættinum. Hann rifjar síðan upp stundina þegar báturinn tók hliðarveltu en þá voru hann, Snorri og Matthías staddir niðri í káetu. Snorri og Matthías komust upp í brú. Hilmar segist aldrei gleyma hávaðanum. „Það var rosalegur hávaði þegar báturinn var að fara á hliðina, postulínið og allt var að fara úr skápunum og það var allt að fara af stað. Ég næ að krafsa mig þarna upp og labba á veggjum til að komast upp í brú og þá voru þeir búnir að sjósetja björgunarbátinn og voru að koma sér út og niður í bát. Ég ákvað að ýta á hnappinn á tilkynningarskyldunni, ég ýtti bara nokkrum sinnum stutt og síðan bara kem ég mér út. Þá náttúrlega tók það við að komast niður í bátinn og það var ekkert auðvelt og ekki hættulaust.“ Logandi hræddur og skar á ranga línu „Ég þurfti þarna einhvern veginn að reyna að klifra upp á þakinu á brúnni, og reyna að finna staði sem ég gat stigið á og þess háttar til þess að lenda ekki í sjónum. En það tókst, ég þurfti að vísu að hoppa síðustu tvo, þrjá metrana niður í bátinn. Þegar ég er kominn um borð í bátinn þá er það fyrsta sem ég geri, eins og mér var kennt í Slysavarnaskólanum, að draga til mín slakann af fangalínunni og skera á hana.“ Það var sjö til átta stiga frost úti og mikill öldugangur. Hilmar var einungis klæddur í vinnubuxur, bol, skyrtu og sokka. Hann varð þó ekki almennilega var við kuldann fyrr en seinna. Hann og félagar hans reyndu að koma sér frá sökkvandi bátnum en það kom í ljós að Hilmar hafði skorið á ranga línu, þannig að þeir komust ekki frá. „Ef mig minnir rétt þá var það Matti sem uppgötvaði að þetta var röng lína og hann sker á hana og við byrjum að róa í burtu en þá er loftið í raun og veru að fara úr björgunarbátnum,“ segir hann. „Ég veit ekki hvað við vorum komnir langt frá bátnum þegar að björgunarbátnum hvolfdi, og við vorum allir inni í honum. Sú atburðarás er mjög loðin hjá mér því að ég var náttúrulega bara alveg logandi hræddur.“ Súrrealískar aðstæður Gúmmíbátnum hvolfdi með öllum innanborðs. Hilmar, Matthías og Þorsteinn enduðu uppi á því sem eftir var af björgunarbátnum. Snorri skipstjóri var horfinn. Þeir sáu hinn björgunarbátinn í einhverri fjarlægð en töldu að það væri of mikil áhætta að reyna að synda í hann. „Þessi tilfinning að vera þarna, svona ofboðslega pínulítill miðað við hafið, þetta var algjörlega súrrealískt. Þetta er eitthvað sem maður les um í bókum eða sér í kvikmyndum. En allt í einu er ég í þessum aðstæðum. Og ég var bara rosalega hræddur, og rosalega kalt, af því að sjokkið við að fara alveg ofan í sjóinn var gríðarlegt. Ég saup hveljur og allt saman.“ Sjón sem hann gleymir aldrei Það var ótalmargt sem fór í gegnum huga Hilmars í þessum hrikalegu aðstæðum, þar sem hann taldi fullvíst að hann væri að fara að deyja. Hann var viss um að þetta væru endalokin. „Ég var á þessum tíma nýbúinn að kynnast ungri konu og mér fannst alveg gríðarlega óréttlátt að nú loksins þegar ég væri búinn að kynnast einhverri konu þá yrði bara lífið tekið frá mér. Ég hugsaði líka mikið til mömmu og pabba. Mamma er rosalega barngóð og góð kona og ég vissi að henni langaði rosalega mikið í barnabörn. Mér fannst alveg agalegt að þetta væri að koma fyrir mig á þessum tíma og ég gæti ekki gefið henni barnabörn. Hún var náttúrulega bara ein og ég var eini sonurinn og þarna var ég að fara. Hilmar leit upp og sá Matthías stýrimann álengdar þar sem hann var að súpa sjó og reyna að bjarga sér. „Ég horfi í augun á honum þegar þetta gerist. Þetta er minning, sjón sem ég einfaldlega gleymi aldrei. Ég man þetta næstum því í smáatriðum því að þarna sá ég bara manngrey sem var að deyja.“ Uppgefinn á sál og líkama Hilmar lýsir því hvernig tíminn var afstæður í þessum aðstæðum; nokkrar sekúndur voru eins og heil eilífð. Á einhverjum tímapunkti sá hann flugvél hringsóla mjög lágt yfir sjávarborðinu, og vissi að það var kafbátaleitarvél frá bandaríska flotanum. Um leið kviknaði hjá honum örlítill vonarneisti, en síðan slokknaði sá neisti vegna þess að flugvélin tók stefnuna annað. En að einhverjum tíma liðnum kom hann síðan auga á svartan blett lengst í fjarska, uppi á himninum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að nálgast, með Einar Valsson innanborðs. „Ég síg þarna niður í bátinn og það er alveg augljóst að það hafði enginn komist í þann bát, þannig að ég er bara tekinn upp aftur í framhaldinu af því,“ rifjar Einar upp í þættinum. „Við erum náttúrulega með vélina bara upp í vind og Jakob flugstjóri tekur okkur rólega áfram upp í vindinn. Fljótlega förum við að sjá brak úr botni og svo þegar við förum að komast aðeins ofar í brakið þá sjáum við þessa yndislegu sjón, við sjáum þarna tvö andlit í sjónum, sem var alveg ótrúlegt.“ Í þættinum rifjar Einar upp þegar hann og félagar hans náðu að hífa Hilmar og skipsfélaga hans upp úr sjónum við vægast sagt gífurlega krefjandi aðstæður.Stöð 2 Hilmar rifjar upp atburðarásina þegar Einar kom sígandi niður og hífði hann upp. Um leið og fætur hans voru komnir upp úr sjónum missti hann allan mátt í líkamanum. Hann vissi að nú væri þetta búið, honum hafði verið bjargað. „Og þá er bara eins og öll sú orka sem ég hafði þarna, hún bara kláraðist. Ég gat ekki hreyft mig. Það er einhvern veginn ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Ég held að það séu ekki til nein nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hvernig það er að vera í svona aðstæðum.“ Hann rifjar einnig upp þegar þeir komu að manni sem var á grúfu í sjónum, og fóru strax að undirbúa það að sækja hann. Maðurinn reyndist vera Matthías. Tilfinningar Einars voru blendnar. „En við vorum bara ákveðnir í því að við ætluðum að sækja þennan mann, þó svo að við vissum ekki ástandið á honum, hvort hann væri lífs eða liðinn. Það sem skipti máli var að ná öllum heim.“ Kenndi sjálfum sér um Hilmar og hinir skipverjarnir tveir, Matthías og Þorsteinn, voru fluttir á sjúkrahús í Vestmannaeyjum. „Þetta er allt í svona hálfgerðu þoku, þangað til ég kem á sjúkrahúsið. Þá var bara allt í einu komið fullt af fólki í kringum mig og verið að reyna að hita mig upp og fólk var að reyna að tala við mig, spyrja hvað hefði gerst og svona. Þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt. Af því að þetta eru aðstæður sem þú átt ekkert að lenda í. Þetta á ekki að gerast fyrir þig,“ segir Hilmar. Hann minnist þess einnig að hafa átt erfitt uppdráttar þegar hann sneri aftur í heimabæinn sinn, Ísafjörð, og hinir og þessir voru að koma upp að honum, votta honum samúð og hrósa honum fyrir að hafa lifað þessar hörmungar af. Hann hafi hálfpartinn orðið reiður, en þar hafi spilað inn í að hann kenndi sjálfum sér um hvernig fór, vegna þess að hann hafði skorið á vitlausa línu. „Ég gekk með þá sektarkennd í maganum í tæp tuttugu ár að þetta væri mér að kenna. Stundum hugsaði ég að kannski hefði ég átt að fara en ekki þeir.“ Hilmar glímdi í mörg ár við áfallastreituröskun. Árið 2019 leitaði hann sér aðstoðar á geðdeild í Reykjavík og gekkst undir meðferð hjá sálfræðingi. Það breytti öllu. „Hann náði að láta mig sjá það að þetta var slys; þarna var búið að setja okkur í aðstæður, virkilega óraunverulegar aðstæður sem fólk kemst ekki í dagsdaglega. Þetta var bara slys,“ segir Hilmar sem í dag er laus við sjálfsásökunina sem plagaði hann árum saman. „Ég kenni ekki neinum um þetta. Þetta var slys, og við fjórir vorum rosalega óheppnir að lenda í því.“ Hilmar segist oft hafa viljað hitta bjargvættinn sinn, Einar Valsson, en um leið hafi hann alltaf hugsað „hvernig í ósköpunum“ hann gæti þakkað Einari fyrir lífgjöfina. Það var vægast sagt mögnuð stund þegar þeir Hilmar og Einar hittust á ný, 23 árum eftir slysið.Stöð 2 Í þættinum verða áhorfendur síðan vitni að því þegar Einar birtist Hilmari að óvörum, 23 árum eftir björgunina. Stundin er mögnuð og miklar tilfinningar brjótast fram hjá báðum mönnunum. „Ég get bara sagt takk. Takk.“ segir Hilmar tárvotur þegar hann og Einar fallast í faðma. Útkall Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Þá dóu tveir menn úr vosbúð. Hilmar brestur í grát þegar bjargvættur hans, sigmaður af þyrlu Landhelgisgæslunnar, birtist honum óvænt í Útkallsþætti Óttars Sveinssonar. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. 12. janúar 2025 07:03 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hilmar og félagi hans, Þorsteinn Kr. Ingimarsson matsveinn, héngu utan á slitrum af gúmmíbjörgunarbát og biðu björgunar í sjónum í sjö stiga frosti, í tæpar tvær klukkustundir. Hinir skipverjarnir tveir, þeir Matthías Hannesson stýrimaður og Snorri Norðfjörð Haraldsson skipstjóri létu lífið. Í nýjasta þætti Útkalls ræðir Óttar Sveinsson við Hilmar um þessa ótrúlegu lífsreynslu. Í lok þáttarins verða áhorfendur síðan vitni að endurfundum Hilmars og Einar Valssonar, sigmanns af þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bjargaði lífi Hilmars á sínum tíma. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. Var logandi hræddur Eldsnemma að morgni laugardags lagði Bjarmi VE 66 úr höfn í Vestmannaeyjum og var á leið til Sandgerðis. „Það var bara allt svona með kyrrum kjörum og allt í lagi. Það var vísu svona óþægilegur hliðarveltingur þegar við vorum komnir út fyrir Vestmannaeyjar en það var ekkert sem ég hafði ekki upplifað áður,“ rifjar Hilmar upp í þættinum. Hann rifjar síðan upp stundina þegar báturinn tók hliðarveltu en þá voru hann, Snorri og Matthías staddir niðri í káetu. Snorri og Matthías komust upp í brú. Hilmar segist aldrei gleyma hávaðanum. „Það var rosalegur hávaði þegar báturinn var að fara á hliðina, postulínið og allt var að fara úr skápunum og það var allt að fara af stað. Ég næ að krafsa mig þarna upp og labba á veggjum til að komast upp í brú og þá voru þeir búnir að sjósetja björgunarbátinn og voru að koma sér út og niður í bát. Ég ákvað að ýta á hnappinn á tilkynningarskyldunni, ég ýtti bara nokkrum sinnum stutt og síðan bara kem ég mér út. Þá náttúrlega tók það við að komast niður í bátinn og það var ekkert auðvelt og ekki hættulaust.“ Logandi hræddur og skar á ranga línu „Ég þurfti þarna einhvern veginn að reyna að klifra upp á þakinu á brúnni, og reyna að finna staði sem ég gat stigið á og þess háttar til þess að lenda ekki í sjónum. En það tókst, ég þurfti að vísu að hoppa síðustu tvo, þrjá metrana niður í bátinn. Þegar ég er kominn um borð í bátinn þá er það fyrsta sem ég geri, eins og mér var kennt í Slysavarnaskólanum, að draga til mín slakann af fangalínunni og skera á hana.“ Það var sjö til átta stiga frost úti og mikill öldugangur. Hilmar var einungis klæddur í vinnubuxur, bol, skyrtu og sokka. Hann varð þó ekki almennilega var við kuldann fyrr en seinna. Hann og félagar hans reyndu að koma sér frá sökkvandi bátnum en það kom í ljós að Hilmar hafði skorið á ranga línu, þannig að þeir komust ekki frá. „Ef mig minnir rétt þá var það Matti sem uppgötvaði að þetta var röng lína og hann sker á hana og við byrjum að róa í burtu en þá er loftið í raun og veru að fara úr björgunarbátnum,“ segir hann. „Ég veit ekki hvað við vorum komnir langt frá bátnum þegar að björgunarbátnum hvolfdi, og við vorum allir inni í honum. Sú atburðarás er mjög loðin hjá mér því að ég var náttúrulega bara alveg logandi hræddur.“ Súrrealískar aðstæður Gúmmíbátnum hvolfdi með öllum innanborðs. Hilmar, Matthías og Þorsteinn enduðu uppi á því sem eftir var af björgunarbátnum. Snorri skipstjóri var horfinn. Þeir sáu hinn björgunarbátinn í einhverri fjarlægð en töldu að það væri of mikil áhætta að reyna að synda í hann. „Þessi tilfinning að vera þarna, svona ofboðslega pínulítill miðað við hafið, þetta var algjörlega súrrealískt. Þetta er eitthvað sem maður les um í bókum eða sér í kvikmyndum. En allt í einu er ég í þessum aðstæðum. Og ég var bara rosalega hræddur, og rosalega kalt, af því að sjokkið við að fara alveg ofan í sjóinn var gríðarlegt. Ég saup hveljur og allt saman.“ Sjón sem hann gleymir aldrei Það var ótalmargt sem fór í gegnum huga Hilmars í þessum hrikalegu aðstæðum, þar sem hann taldi fullvíst að hann væri að fara að deyja. Hann var viss um að þetta væru endalokin. „Ég var á þessum tíma nýbúinn að kynnast ungri konu og mér fannst alveg gríðarlega óréttlátt að nú loksins þegar ég væri búinn að kynnast einhverri konu þá yrði bara lífið tekið frá mér. Ég hugsaði líka mikið til mömmu og pabba. Mamma er rosalega barngóð og góð kona og ég vissi að henni langaði rosalega mikið í barnabörn. Mér fannst alveg agalegt að þetta væri að koma fyrir mig á þessum tíma og ég gæti ekki gefið henni barnabörn. Hún var náttúrulega bara ein og ég var eini sonurinn og þarna var ég að fara. Hilmar leit upp og sá Matthías stýrimann álengdar þar sem hann var að súpa sjó og reyna að bjarga sér. „Ég horfi í augun á honum þegar þetta gerist. Þetta er minning, sjón sem ég einfaldlega gleymi aldrei. Ég man þetta næstum því í smáatriðum því að þarna sá ég bara manngrey sem var að deyja.“ Uppgefinn á sál og líkama Hilmar lýsir því hvernig tíminn var afstæður í þessum aðstæðum; nokkrar sekúndur voru eins og heil eilífð. Á einhverjum tímapunkti sá hann flugvél hringsóla mjög lágt yfir sjávarborðinu, og vissi að það var kafbátaleitarvél frá bandaríska flotanum. Um leið kviknaði hjá honum örlítill vonarneisti, en síðan slokknaði sá neisti vegna þess að flugvélin tók stefnuna annað. En að einhverjum tíma liðnum kom hann síðan auga á svartan blett lengst í fjarska, uppi á himninum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að nálgast, með Einar Valsson innanborðs. „Ég síg þarna niður í bátinn og það er alveg augljóst að það hafði enginn komist í þann bát, þannig að ég er bara tekinn upp aftur í framhaldinu af því,“ rifjar Einar upp í þættinum. „Við erum náttúrulega með vélina bara upp í vind og Jakob flugstjóri tekur okkur rólega áfram upp í vindinn. Fljótlega förum við að sjá brak úr botni og svo þegar við förum að komast aðeins ofar í brakið þá sjáum við þessa yndislegu sjón, við sjáum þarna tvö andlit í sjónum, sem var alveg ótrúlegt.“ Í þættinum rifjar Einar upp þegar hann og félagar hans náðu að hífa Hilmar og skipsfélaga hans upp úr sjónum við vægast sagt gífurlega krefjandi aðstæður.Stöð 2 Hilmar rifjar upp atburðarásina þegar Einar kom sígandi niður og hífði hann upp. Um leið og fætur hans voru komnir upp úr sjónum missti hann allan mátt í líkamanum. Hann vissi að nú væri þetta búið, honum hafði verið bjargað. „Og þá er bara eins og öll sú orka sem ég hafði þarna, hún bara kláraðist. Ég gat ekki hreyft mig. Það er einhvern veginn ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Ég held að það séu ekki til nein nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hvernig það er að vera í svona aðstæðum.“ Hann rifjar einnig upp þegar þeir komu að manni sem var á grúfu í sjónum, og fóru strax að undirbúa það að sækja hann. Maðurinn reyndist vera Matthías. Tilfinningar Einars voru blendnar. „En við vorum bara ákveðnir í því að við ætluðum að sækja þennan mann, þó svo að við vissum ekki ástandið á honum, hvort hann væri lífs eða liðinn. Það sem skipti máli var að ná öllum heim.“ Kenndi sjálfum sér um Hilmar og hinir skipverjarnir tveir, Matthías og Þorsteinn, voru fluttir á sjúkrahús í Vestmannaeyjum. „Þetta er allt í svona hálfgerðu þoku, þangað til ég kem á sjúkrahúsið. Þá var bara allt í einu komið fullt af fólki í kringum mig og verið að reyna að hita mig upp og fólk var að reyna að tala við mig, spyrja hvað hefði gerst og svona. Þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt. Af því að þetta eru aðstæður sem þú átt ekkert að lenda í. Þetta á ekki að gerast fyrir þig,“ segir Hilmar. Hann minnist þess einnig að hafa átt erfitt uppdráttar þegar hann sneri aftur í heimabæinn sinn, Ísafjörð, og hinir og þessir voru að koma upp að honum, votta honum samúð og hrósa honum fyrir að hafa lifað þessar hörmungar af. Hann hafi hálfpartinn orðið reiður, en þar hafi spilað inn í að hann kenndi sjálfum sér um hvernig fór, vegna þess að hann hafði skorið á vitlausa línu. „Ég gekk með þá sektarkennd í maganum í tæp tuttugu ár að þetta væri mér að kenna. Stundum hugsaði ég að kannski hefði ég átt að fara en ekki þeir.“ Hilmar glímdi í mörg ár við áfallastreituröskun. Árið 2019 leitaði hann sér aðstoðar á geðdeild í Reykjavík og gekkst undir meðferð hjá sálfræðingi. Það breytti öllu. „Hann náði að láta mig sjá það að þetta var slys; þarna var búið að setja okkur í aðstæður, virkilega óraunverulegar aðstæður sem fólk kemst ekki í dagsdaglega. Þetta var bara slys,“ segir Hilmar sem í dag er laus við sjálfsásökunina sem plagaði hann árum saman. „Ég kenni ekki neinum um þetta. Þetta var slys, og við fjórir vorum rosalega óheppnir að lenda í því.“ Hilmar segist oft hafa viljað hitta bjargvættinn sinn, Einar Valsson, en um leið hafi hann alltaf hugsað „hvernig í ósköpunum“ hann gæti þakkað Einari fyrir lífgjöfina. Það var vægast sagt mögnuð stund þegar þeir Hilmar og Einar hittust á ný, 23 árum eftir slysið.Stöð 2 Í þættinum verða áhorfendur síðan vitni að því þegar Einar birtist Hilmari að óvörum, 23 árum eftir björgunina. Stundin er mögnuð og miklar tilfinningar brjótast fram hjá báðum mönnunum. „Ég get bara sagt takk. Takk.“ segir Hilmar tárvotur þegar hann og Einar fallast í faðma.
Útkall Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Þá dóu tveir menn úr vosbúð. Hilmar brestur í grát þegar bjargvættur hans, sigmaður af þyrlu Landhelgisgæslunnar, birtist honum óvænt í Útkallsþætti Óttars Sveinssonar. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. 12. janúar 2025 07:03 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Þá dóu tveir menn úr vosbúð. Hilmar brestur í grát þegar bjargvættur hans, sigmaður af þyrlu Landhelgisgæslunnar, birtist honum óvænt í Útkallsþætti Óttars Sveinssonar. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. 12. janúar 2025 07:03