„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir slæmt fyrir samfélagið í heild sinni að Landsvirkjun sé með dómi gert óheimilt að reisa Hvammsvirkjun sem sé búin að vera í undirbúningi í aldarfjórðung. Vísir/Sigurjón Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður. Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður.
Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira