„Þetta skilgreinir þorpið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 12:17 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir atburðina sitja djúpt í íbúum. vísir/samett Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa. Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa.
Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira