Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 12:31 Delcio Pina í baráttu við Elliða Snæ og Ómar Inga á HM fyrir tveimur árum. Elliði og Pina mætast aftur í Zagreb í kvöld en Ómar Ingi er því miður frá keppni vegna meiðsla. EPA/Tamas Kovacs Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. Það yrði skemmtilegt krydd á leikinn fyrir Íslendinga í kvöld að sjá Gróttumanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha spila fyrir Grænhöfðaeyjar. Hafsteinn er uppalinn hjá Fjölni líkt og til að mynda Sveinn Jóhannsson, línumaður Íslands. Í hópnum hjá Grænhöfðaeyjum er einnig annar leikmaður sem spilar á Íslandi, í næstefstu deild, því Admilson Furtado er hægri hornamaður Harðar á Ísafirði. Sá leikmaður sem strákarnir okkar þurfa kannski að hafa mestar gætur á er skyttan Délcio Pina, sem líkt og fleiri í liði Grænhöfðaeyja spilar í portúgölsku deildinni, með Madeira. Með öflugan mann á línunni Pina, sem er 32 ára, skoraði nefnilega ellefu mörk gegn Íslandi í Gautaborg fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann þó öruggan 40-30 sigur. Fjögur marka Pina komu af vítalínunni en hann var langmarkahæstur í leiknum. Annar leikmaður sem er í aðalhlutverki er línumaðurinn Paulo Moreno, annar tveggja leikmanna Grænhöfðaeyja sem spilar í frönsku deildinni, en hann er leikmaður Chartres. Grænhöfðaeyjar eru á sínu þriðja heimsmeistaramóti í röð, eftir að hafa verið með í fyrsta sinn á „Covid-mótinu“ skrautlega í Egyptalandi. Leandro Semedo, fyrirliði Grænhöfðaeyja, segir á vef IHF að fyrsta mótið teljist varla með en nú ætli menn að njóta sín, eftir frammistöðuna fyrir tveimur árum þar sem liðið vann sinn fyrsta leik og endaði í 23. sæti. Ísland þykir þó mun sigurstranglegra í kvöld og vonir Grænhöfðaeyja um að komast áfram í milliriðla felast eflaust í því að hafa betur gegn Kúbu á mánudagskvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Það yrði skemmtilegt krydd á leikinn fyrir Íslendinga í kvöld að sjá Gróttumanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha spila fyrir Grænhöfðaeyjar. Hafsteinn er uppalinn hjá Fjölni líkt og til að mynda Sveinn Jóhannsson, línumaður Íslands. Í hópnum hjá Grænhöfðaeyjum er einnig annar leikmaður sem spilar á Íslandi, í næstefstu deild, því Admilson Furtado er hægri hornamaður Harðar á Ísafirði. Sá leikmaður sem strákarnir okkar þurfa kannski að hafa mestar gætur á er skyttan Délcio Pina, sem líkt og fleiri í liði Grænhöfðaeyja spilar í portúgölsku deildinni, með Madeira. Með öflugan mann á línunni Pina, sem er 32 ára, skoraði nefnilega ellefu mörk gegn Íslandi í Gautaborg fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann þó öruggan 40-30 sigur. Fjögur marka Pina komu af vítalínunni en hann var langmarkahæstur í leiknum. Annar leikmaður sem er í aðalhlutverki er línumaðurinn Paulo Moreno, annar tveggja leikmanna Grænhöfðaeyja sem spilar í frönsku deildinni, en hann er leikmaður Chartres. Grænhöfðaeyjar eru á sínu þriðja heimsmeistaramóti í röð, eftir að hafa verið með í fyrsta sinn á „Covid-mótinu“ skrautlega í Egyptalandi. Leandro Semedo, fyrirliði Grænhöfðaeyja, segir á vef IHF að fyrsta mótið teljist varla með en nú ætli menn að njóta sín, eftir frammistöðuna fyrir tveimur árum þar sem liðið vann sinn fyrsta leik og endaði í 23. sæti. Ísland þykir þó mun sigurstranglegra í kvöld og vonir Grænhöfðaeyja um að komast áfram í milliriðla felast eflaust í því að hafa betur gegn Kúbu á mánudagskvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik á HM í Zagreb í dag. Fulltrúar Vísis eru mættir á staðinn og hafa áhugaverða ferðasögu að segja. 16. janúar 2025 11:03
HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00
„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32
Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. 16. janúar 2025 09:00
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02