Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2025 17:15 Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta segir Sveinn Jóhannsson sem koma óvænt inn í íslenska hópinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn