Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 10:31 Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa áður mæst sem þjálfarar en lið þeirra hefja keppni á HM í kvöld. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír). HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír).
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03