Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 15. janúar 2025 20:46 Arnar Gunnlaugsson er þriðji Skagamaðurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu á eftir Guðjóni Þórðarsyni og Ríkharði Jónssyni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hefur þjálfað Víking frá haustinu 2018. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira