Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:34 Emma Alessandra og fjölskylda hennar fer úr landi að öllu óbreyttu fyrir helgi. AÐSEND Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“ Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“
Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira