Enski boltinn

Malen mættur til Villa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Malen fyrir miðju ásamt Monchi, yfirmanni knattspyrnumála, til vinstri og Emery þjálfara til hægri.
Malen fyrir miðju ásamt Monchi, yfirmanni knattspyrnumála, til vinstri og Emery þjálfara til hægri. Aston Villa

Framherjinn Donyell Malen er mættur til Aston Villa. Hann kemur frá Borussia Dortmund í Þýskalandi og kostar Villa tæplega fjóra milljarða íslenskra króna.

Hinn 25 ára gamli Malen er hollenskur landsliðsmaður sem hefur einnig spilað fyrir PSV á ferli sínum. Þá var hann á mála hjá Arsenal þegar hann var táningur. 

Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur verið orðaður við Dortmund og gæti salan á Malen opnað hurðina fyrir leikmann sem virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Man Utd.

Villa er sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 30 mörk í 32 leikjum. Eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð hefur ekki gengið nægilega vel á yfirstandandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×