Innlent

Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gestur segir tilefni til að skoða verkferla.
Gestur segir tilefni til að skoða verkferla. Vísir/Vilhelm

Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

„At­kvæðin voru send með flugi en ég veit ekki hvar þau stoppuðu. Það kom í ljós þegar kass­inn var opnaður að þetta voru utan­kjör­fund­ar­at­kvæði. Við lokuðum hon­um aft­ur enda get­um við ekki unnið með það sem kem­ur svona seint. Það vissi eng­inn að þessi at­kvæði væru á leiðinni,“ sagði Gest­ur við blaðið.

Landskjörstjórn var tilkynnt um atvikið og kassinn með atkvæðunum er ennþá til.

Greint var frá því í gær að utankjörfundaratkvæði hefðu legið eftir og ótalin á bæjarskrifstofum Kópavogs en samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist það hafa gerst víðar að atkvæði fóru forgörðum.

Blaðið hafði eftir bæjarritara í gær að atkvæðin hefðu verið tólf til fimmtán talsins en þau voru 25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×