Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 20:33 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir Sjálfstæðisflokkinn eiga glæsta sögu en hann þurfi einnig að þekkja til framtíðarinnar. Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. „Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44
Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11
Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24
Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46