Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 20:33 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir Sjálfstæðisflokkinn eiga glæsta sögu en hann þurfi einnig að þekkja til framtíðarinnar. Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. „Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
„Við þurfum auðvitað að hrista okkur saman. Tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að gera málamiðlanir,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag þar sem samþykkt var að halda sig við áður boðaðar dagsetningar landsfundar. Varaformaðurinn segir að frelsinu frá stjórnarsamstarfi fylgi því einnig mikil ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Flokkurinn ætti að vera ábyrgur í því hlutverki. „Við lifum mjög viðsjárverða tíma og ég held að það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur margsinnis lýst áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn.Stöð 2/Einar Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sýna að hann væri ábyrgur, stöðugur og yfirvegaður flokkur. „Sem á glæsta sögu en þarf auðvitað líka að eiga glæsta framtíð. Flokkur sem vill eiga erindi við framtíðina þarf líka að skilja framtíðina,“ segir varaformaðurinn. Undir niðri liggi auðvitað spurningin um íhaldssemi og frjálslyndi. Það væri viðvarandi verkefni Sjálfstæðisflokksins að finna jafnvægi þarna á milli enda hefði flokkurinn verið búinn til á sínum tíma með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það er auðvitað ekkert launungarmál og öllum ljóst eftir mín átta ár í ríkisstjórn að ég er frjálslyndur hægrimaður. Ég er hins vegar mikill talsmaður þess að við séum raunverulega að forgangsraða peningum annarra og hvernig við verjum þeim. Fyrir mér er það hægrimál. Síðan að við tölum fyrir víðsynni umbótastefnu sem er næstum aldargamalt hugtak við höfum staðið mjög sterk á og meigum ekki gleyma og ekki týna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44 Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11 Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24 Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Landsfundi ekki frestað Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30. 13. janúar 2025 14:44
Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12. janúar 2025 16:11
Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. 11. janúar 2025 12:24
Þórdís vill ekki fresta landsfundi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar. 11. janúar 2025 09:46