Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 11:01 Albin Lagergren í leik með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Lars Baron Albin Lagergren var liði sænska handboltalandsliðsins í gær sem vann það íslenska í síðasta æfingaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Það munaði þó litlu að hann hefði aldrei fengið tækifæri til þess að spila á mótinu. Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær. HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær.
HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira