AC Milan lenti í 2. sæti Serie A-deildarinnar í fyrra á eftir nágrönnum sínum í Inter. Liðinu hefur hins vegar ekki gengið vel á tímabilinu til þessa og sat í 8. sæti fyrir leikinn gegn Cagliari á heimavelli í dag.
Þar tókst liði Milan ekki að ná í stigin þrjú. Alvaro Morata kom heimamönnum yfir á 51. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik en Nadir Zortea jafnaði metin í 1-1 aðeins fjórum mínútum síðar.
1-1 urðu lokatölur leiksins þrátt fyrir að Milan hafi fengið færi til að tryggja sér sigurinn. Liðið er því áfram í 8. sæti deildarinnar en Cagliari er í fallsæti.
AC Milan hafði byrjað árið vel þar sem liðið vann ofurbikar Ítalíu eftir sigra á Inter og Juventus.