Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 12:24 Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að segja skilið við pólitíkina. Kollegi hans og samstarfsmaður í ríkisstjórn til sjö ára, Sigurður Ingi Jóhannsson, er hins vegar ekki á förum miðað við síðustu yfirlýsingar hans. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels