Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 13:33 Gunnlaugur Árni Sveinsson keppir fyrir hönd Evrópu í Bonallack-bikarnum. Hér slær hann á vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. EGA Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Um er að ræða mót í anda Ryder-bikarsins þar sem tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu mæta kollegum sínum frá Asíu og Eyjaálfu, á þriggja daga móti sem hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Gunnlaugur Árni, karlkylfingur ársins á Íslandi 2024, keppti með Svíanum Algot Kleen í dag. Þeir urðu að sætta sig við 2/1 tap í fjórmenningi (betri bolta spilað) í dag gegn Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína. Þess má geta að Maichon hefur verið í hópi tuttugu efstu áhugakylfinga á heimslista. Þeir Gunnlaugur Árni og Kleen unnu hins vegar sigur í fjórbolta gegn sömu andstæðingum, 1/0. Í fjórbolta spila allir með sinn bolta og þar var Gunnlaugur Árni sjóðheitur og tryggði sigur á fjórum holum, eða holu 4, 5, 7 og 8, og náðu þeir Kleen þá mest þriggja holu forskoti. Ziqin og Maichon unnu svo holu 10 og 14, en náðu aldrei að jafna leikinn. Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu á mótinu.EGA Evrópuliðið fékk alls 1,5 vinning í fjórmenningnum gegn 3,5, en bætti það svo upp í fjórboltanum með 3,5 vinningum gegn 1,5. Staðan er því hnífjöfn, 5-5. Á morgun verður aftur leikið í fjórmenningi og fjórbolta, en mótinu lýkur svo með tólf einvígum á föstudaginn.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira