Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 18:52 Það gekk mikið á í látunum á milli leikmanna í æfingarleik Slóveníu og Katars í dag. Bæði lið eru á leiðinni á HM í handbolta seinna í þessum mánuði. @RasmusBoysen92 Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. Það sauð upp úr í leiknum þegar Katarbúar voru í sókn og aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Katarbúanum Frankis Marzo og hann var mjög ósáttur við móttökur mótherjanna. Hann virtist sparka til leikmanna Slóveníu og slóvensku leikmennirnir brugðust mjög illa við því. Bæði leikmennirnir sem voru inn á vellinum sem og þeir sem voru á bekknum hlupu í átt að Marzo og úr urðu átök á milli manna. Liðsfélagar Marzo reyndu að stíga á milli og koma sínum manni undan. Það var tekist á um tíma áður en tókst að leysa málin. Marzo endaði á því að fá blátt spjald, það er rautt spjald með skýrslu. Ekki oft sem við sjáum slíkt i æfingaleik. Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum þegar ativkið gerðist, 31-27. Slóvenar unnu leikinn á endanum með átta marka mun 38-30. Ísland mætir Slóveníu í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu en strákarnir okkar spila áður við Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen sagði frá látunum og birti myndband af slagsmálum leikmanna sem sjá má hér fyrir neðan. Here we go😳🤯It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Það sauð upp úr í leiknum þegar Katarbúar voru í sókn og aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Katarbúanum Frankis Marzo og hann var mjög ósáttur við móttökur mótherjanna. Hann virtist sparka til leikmanna Slóveníu og slóvensku leikmennirnir brugðust mjög illa við því. Bæði leikmennirnir sem voru inn á vellinum sem og þeir sem voru á bekknum hlupu í átt að Marzo og úr urðu átök á milli manna. Liðsfélagar Marzo reyndu að stíga á milli og koma sínum manni undan. Það var tekist á um tíma áður en tókst að leysa málin. Marzo endaði á því að fá blátt spjald, það er rautt spjald með skýrslu. Ekki oft sem við sjáum slíkt i æfingaleik. Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum þegar ativkið gerðist, 31-27. Slóvenar unnu leikinn á endanum með átta marka mun 38-30. Ísland mætir Slóveníu í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu en strákarnir okkar spila áður við Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen sagði frá látunum og birti myndband af slagsmálum leikmanna sem sjá má hér fyrir neðan. Here we go😳🤯It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira