Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2025 20:06 Hjörleifur og Sif, eigendur Hótels Hestheima í Ásahreppi með bókina góðu frá National Georgraphic þar sem hótelið þeirra er sagt vera eitt af 100 sérstökum hótelum heims. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira