Meiðslin sett strik í undirbúning Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 19:01 Snorri Steinn Guðjónsson er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. „Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira