Frábærar fréttir fyrir Frakka Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 12:02 Dika Mem og Nicolas Tournat fagna sigri á Dönum í úrslitum EM í Köln fyrir ári síðan. Lars Baron/Getty Images Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum. Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira