Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Jón Þór Stefánsson skrifar 6. janúar 2025 19:48 Bjarni Benediktsson tilkynnti í dag að hann myndi stíga af sviði stjórnmálanna. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. „Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira