„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 16:04 Bjarni og Áslaug á leið af ríkisstjórnarfundi árið 2021. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira