„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 16:04 Bjarni og Áslaug á leið af ríkisstjórnarfundi árið 2021. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira