Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 13:48 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Liðið mætti Dönum í úrslitaleik en steinlá þar. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira