Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:58 Glódís Perla átti sigurinn svo sannarlega skilinn. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 Íþróttamaður ársins Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sjá meira
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
Íþróttamaður ársins Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sjá meira