Innlent

Hús­ráðandi bað lög­reglu um að vísa fimm­tíu úr sam­kvæmi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt. 
Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt. 

Svo virðist víða hafi verið skemmtanahald ef marka má dagbók lögreglunnar. Lögreglustöð 1, sem sinnir verkefnum í Miðborg, Vesturbæ, Hlíðum, bárust tvær tilkynningar um tónlistarhávaða í heimahúsi. Lögregla mætti á svæðið og bað húsráðendur um að lækka. Sams konar tilkynning barst lögreglustöð 4, sem sinnir verkefnum í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Sá húsráðandi var einnig beðinn um að lækka. 

Þá kemur fram að húsráðandi á þjónustusvæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, hafi óskað eftir aðstoð lögreglu til að losna við óboðna gesti í samkvæmi, margir um 50 manns. Lögregla kom á vettvang og vísaði fólkinu út.

Tilkynnt var um mann til vandræða á skemmtistað í miðborg Reykjarvíkur, fram kemur að honum hafi verið vísað út af lögreglu.

Fram kemur að lögreglan hafi stöðvar tvo ökumenn í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Þrír til viðbótar hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumennirnir fimm voru lausir eftir hefðbundið ferli. 

Á lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa bifreið úr snjóskafli á Reykjanesbraut, lögregla lokaði akrein á meðan var verið að losa bifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×