„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 13:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson pollslakur með kaffibolla á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32