Óróapúlsinn kom fram á skjálftamæli í Hítardal og varði í um fjörutíu mínútur. Eru þetta talin skýr merki um að kvika sé að koma sér fyrir í jarðskorpunni á töluverðu dýpi.
Tveir skjálftar urðu um svipað leyti, báðir í kringum 2 að stærð, á 21 og 16 kílómetra dýpi. Álíka órói kom fram á mælum í nokkur skipti fyrir hátíðarnar og varði þá aldrei lengur en í um fimmtán mínútur.
Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu við Grjótárvatn frá áramótum, flestir á bilinu 1-2 að stærð. Í gærkvöldi urðu meðal annars þrír skjálftar á einni mínútu, allir á 15-17 kílómetra dýpi.