Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 13:39 Foringjar nýrrar ríkisstjórnar. Kristrún Frostadóttir ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?