Josh Windass leikur með Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni og er ekki þekktasta markið í brasanum. Hann er þó búinn að koma sér á blað hjá knattspyrnuáhugamönnum eftir mark sitt gegn Derby County í dag.
Markið kom á 61. mínútu leiksins en lið Wednesday vann þá boltann sem barst til Windass sem var staðsettur rétt fyrir aftan miðju á eigin vallarhelmingi. Hann sá að Jacob Widell Zetterström stóð framarlega í marki Derby og skaut að marki. Boltinn söng í netinu og snerti ekki jörðina á leið sinni í netið.
Windass kom Sheffield Wednesday í 2-0 með markinu en Wednesday vann leikinn að lokum 4-2.