Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2025 14:06 Engin umferðarljós eru á Hellu og aðeins tvö hringtorg í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira