„Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. desember 2024 16:33 Bjarni Benediktsson gantast með samstarfsmenn sína sem hafa í lægð stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til hlaðvarp. Hulda Margrét Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. Undir lok Kryddsíldar fóru leiðtogar þingflokkanna sex á persónulegar nótur og sögðu frá áramótaheitum sínum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ganga Herðubreið, en hann þurfti að hætta við slíka ferð í ágúst vegna innsetningarathafnar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. „Ég gæti auðvitað skoðað að gera eins og sumir sem hafa tapað fylgi að stofna nýjan stjórnmálaflokk og búa til podcast þátt. Það er að gagnast þeim mjög vel,“ segir Bjarni. Sigurði fannst árið ömurlegt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekkert spennandi hafa að segja í tengslum við áramótaheit. „Ég þarf að hreyfa mig meira og ég þarf að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Það er bara þannig,“ segir Kristrún. Hún geri fátt annað en að vinna og vera með fjölskyldunni og huga þurfi að jafnvæginu þar á milli. „Nú er ég orðinn svo frjáls, það var ekkert endilega markmið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins. Hann vísar á bug orðrómum um að hann væri á leið til Rómar í nýtt starf. „Eina sem ég ætla að fara er í karlakórinn minn. Og ég er búinn að boða komu mína. Þeir hafa tekið vel í þetta þannig að ég vona að það verði skemmtilegt. En fyrst og fremst hlakka ég til 25, 24 var ömurlegt ár. Ekki bara út af kosningunum, það var ekkert sumar,“ segir Sigurður. Hann segist þó bjartsýnn fyrir komandi ári. Þá eigi hann von á tólfta barnabarninu á næsta ári. Því þurfi líklega að halda fleiri fjölskylduboð. Þá ætli hann að fara hringinn í kring um landið og hitta flokkssystkini sín. Sigmundur tilbúinn að grennast aftur „Ég get ekki beðið eftir því að fá að takast á við öll þau stóru verkefni sem við höfum áskilið okkur sameiginlega að hrinda í framkvæmd. Við ætlum strax á fyrstu hundrað dögunum að sýna spilin betur svo að þeir illa læsu einstaklingar sem sitja mér á báða bóga geti þá kannski séð það í raun.“ segir Inga Sæland formaður flokks Fólksins. Hún segir stór verkefni fram undan og hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur að standa undir væntingum kjósenda sinna. Erla þáttarstjórnandi rifjar upp atriði úr Kryddsíldinni í fyrra þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist ætla að kaupa hund handa fjölskyldunni fengi hann SMS frá henni innan tveggja klukkustunda. Sigmundur segist hafa fengið SMS-ið í tæka tíð og því sé kominn hundur á heimilið. Hann segir skilyrðin hafa verið þau að hundurinn gelti ekki og hataði ekki bréfbera. „Ég hef aldrei vitað hund sem geltir eins mikið. Og alveg stöðugt, tekyur heilu aríurnar af gelti,“ segir Sigmundur. „Svo ætla ég náttúrlega að endurnýja áramótaheitið um að grennast. Ég byrja alltaf árið á því að grennast, svo er ég orðinn spengilegur um sumarið. Og svo byrja ég að borða til að geta endurtekið leikinn næstu áramót.“ Áramótaheit Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar snýst einnig um að borða, en hún hyggst læra eitthvað nýtt í eldamennsku á nýju ári. „Ég er að fara á HM í handbolta með fjölskyldunni. Ég ætla að lofa mér að missa röddina eins og ég geri alltaf. Það er ekki af því að maður var að fá sér öl heldur af því að maður er að öskra á landið okkar,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa farið í reiðtúr með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á árinu og hún stefni á að fara aftur í reiðtúr á nýju ári. „Ég saknaði þess af því að ég ólst upp á hestum. Mig langar að fara aftur á bak. Ég ætla alla vega að lofa mér einum góðum reiðtúr.“ Kryddsíldina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Undir lok Kryddsíldar fóru leiðtogar þingflokkanna sex á persónulegar nótur og sögðu frá áramótaheitum sínum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ganga Herðubreið, en hann þurfti að hætta við slíka ferð í ágúst vegna innsetningarathafnar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. „Ég gæti auðvitað skoðað að gera eins og sumir sem hafa tapað fylgi að stofna nýjan stjórnmálaflokk og búa til podcast þátt. Það er að gagnast þeim mjög vel,“ segir Bjarni. Sigurði fannst árið ömurlegt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekkert spennandi hafa að segja í tengslum við áramótaheit. „Ég þarf að hreyfa mig meira og ég þarf að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Það er bara þannig,“ segir Kristrún. Hún geri fátt annað en að vinna og vera með fjölskyldunni og huga þurfi að jafnvæginu þar á milli. „Nú er ég orðinn svo frjáls, það var ekkert endilega markmið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins. Hann vísar á bug orðrómum um að hann væri á leið til Rómar í nýtt starf. „Eina sem ég ætla að fara er í karlakórinn minn. Og ég er búinn að boða komu mína. Þeir hafa tekið vel í þetta þannig að ég vona að það verði skemmtilegt. En fyrst og fremst hlakka ég til 25, 24 var ömurlegt ár. Ekki bara út af kosningunum, það var ekkert sumar,“ segir Sigurður. Hann segist þó bjartsýnn fyrir komandi ári. Þá eigi hann von á tólfta barnabarninu á næsta ári. Því þurfi líklega að halda fleiri fjölskylduboð. Þá ætli hann að fara hringinn í kring um landið og hitta flokkssystkini sín. Sigmundur tilbúinn að grennast aftur „Ég get ekki beðið eftir því að fá að takast á við öll þau stóru verkefni sem við höfum áskilið okkur sameiginlega að hrinda í framkvæmd. Við ætlum strax á fyrstu hundrað dögunum að sýna spilin betur svo að þeir illa læsu einstaklingar sem sitja mér á báða bóga geti þá kannski séð það í raun.“ segir Inga Sæland formaður flokks Fólksins. Hún segir stór verkefni fram undan og hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur að standa undir væntingum kjósenda sinna. Erla þáttarstjórnandi rifjar upp atriði úr Kryddsíldinni í fyrra þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist ætla að kaupa hund handa fjölskyldunni fengi hann SMS frá henni innan tveggja klukkustunda. Sigmundur segist hafa fengið SMS-ið í tæka tíð og því sé kominn hundur á heimilið. Hann segir skilyrðin hafa verið þau að hundurinn gelti ekki og hataði ekki bréfbera. „Ég hef aldrei vitað hund sem geltir eins mikið. Og alveg stöðugt, tekyur heilu aríurnar af gelti,“ segir Sigmundur. „Svo ætla ég náttúrlega að endurnýja áramótaheitið um að grennast. Ég byrja alltaf árið á því að grennast, svo er ég orðinn spengilegur um sumarið. Og svo byrja ég að borða til að geta endurtekið leikinn næstu áramót.“ Áramótaheit Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar snýst einnig um að borða, en hún hyggst læra eitthvað nýtt í eldamennsku á nýju ári. „Ég er að fara á HM í handbolta með fjölskyldunni. Ég ætla að lofa mér að missa röddina eins og ég geri alltaf. Það er ekki af því að maður var að fá sér öl heldur af því að maður er að öskra á landið okkar,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa farið í reiðtúr með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á árinu og hún stefni á að fara aftur í reiðtúr á nýju ári. „Ég saknaði þess af því að ég ólst upp á hestum. Mig langar að fara aftur á bak. Ég ætla alla vega að lofa mér einum góðum reiðtúr.“ Kryddsíldina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira