Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 17:37 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður, er hér í forgrunni. Vísir/Vilhelm Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels