Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, í samtali við Vísi.
Una segir í samtali við Vísi að ríkisráðsfundur hafi verið á gamlársdag frá því í Kristján Eldjárn tók við embættinu. Þetta sé fimmta undantekningin frá þeirri hefð.
„Árið 1978 var ríkisráðsfundur haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlársdag það ár bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Árið 2021 var ríkisráðsfundi frestað fram á nýja árið þar sem þrír ráðherrar voru í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits,“ segir í skriflegu svari frá Unu.