Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:30 Aðalgeir svarar formanni Framsýnar. Vísir/Ívar Fannar Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. „Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
„Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01
Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32