Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:54 ,Vilhelm einkasafn, Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið. Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið.
Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira