Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 07:50 Það hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Vísir/Lovísa Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. „Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin Veður Áramót Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin
Veður Áramót Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira