Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 13:30 Radu Dragusin fór meiddur af velli gegn Nottingham Forest í miðri viku. Það er eitthvað sem hjálpar Ange Postecoglou líklega ekki við að losna við hausverkinn sem fylgir meiðslalista liðsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Meiðslalisti Tottenham Hotspur lengist bara og lengist og í hlutfalli við listann eykst hausverkur þjálfara liðsins, Ange Postecoglou. Tottenham mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þegar flautað verður til leiks gæti vel verið að liðið verði ekki með einn einasta miðvörð í leikmannahópnum. Radu Dragusin fór meiddur af velli þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Nottingham Forest í miðri viku og er hann því fjórði miðvörðurinn sem skráir nafn sitt á sjúkralistann. Inn á í hans stað kom miðjumaðurinn Yves Bissouma og kláraði hann leikinn ásamt Archie Gray, öðrum miðjumanni. Dragusin bætist þar með á langan meiðslalista Tottenham, þar sem varnarmenn, og þá sérstaklega miðverðir, virðast vera í aðalhlutverki. Ben Davies, Micky van de Ven og Christian Romero - allt miðverðir - voru fyrir á meiðslalistanum. Liðið vonaðist til að endurheimta Ben Davies fyrir leikinn gegn Úlfunum, en Postecoglou hefur nú sagt frá því að hann hafi meiðst lítillega aftur á æfingu og verði því líklega ekki með. Það verður því áhugavert að sjá liðsuppstillinguna hjá Tottenham á morgun. Bakvörðurinn Djed Spence verður í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Nottingham Forest og því spurning hvort að fjögurra manna varnarlína Tottenham samanstandi af þremur miðjumönnum og bakverðinum Pedro Porro, eða hvort Postecoglou sæki enn einn guttann úr unglingastarfi félagsins. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Tottenham mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þegar flautað verður til leiks gæti vel verið að liðið verði ekki með einn einasta miðvörð í leikmannahópnum. Radu Dragusin fór meiddur af velli þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Nottingham Forest í miðri viku og er hann því fjórði miðvörðurinn sem skráir nafn sitt á sjúkralistann. Inn á í hans stað kom miðjumaðurinn Yves Bissouma og kláraði hann leikinn ásamt Archie Gray, öðrum miðjumanni. Dragusin bætist þar með á langan meiðslalista Tottenham, þar sem varnarmenn, og þá sérstaklega miðverðir, virðast vera í aðalhlutverki. Ben Davies, Micky van de Ven og Christian Romero - allt miðverðir - voru fyrir á meiðslalistanum. Liðið vonaðist til að endurheimta Ben Davies fyrir leikinn gegn Úlfunum, en Postecoglou hefur nú sagt frá því að hann hafi meiðst lítillega aftur á æfingu og verði því líklega ekki með. Það verður því áhugavert að sjá liðsuppstillinguna hjá Tottenham á morgun. Bakvörðurinn Djed Spence verður í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Nottingham Forest og því spurning hvort að fjögurra manna varnarlína Tottenham samanstandi af þremur miðjumönnum og bakverðinum Pedro Porro, eða hvort Postecoglou sæki enn einn guttann úr unglingastarfi félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira