Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 08:02 Hákon Rafn Valdimarsson er tuttugasti Íslendingurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Alex Pantling/Getty Images Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi. Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira