Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 20:07 Albert Guðmundsson og Bessí Jóhannsdóttir segja enga ástæðu til að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10